

Íslenskur Farsældarhraðall
Við vinnum að verkefnum til að auka velferð og farsæld Íslands til framtíðar. Andvari styður við nýsköpun sem leggur áherslu á langtíma velferð þjóðarinnar.
Íslenskur Farsældarhraðall
Við vinnum að verkefnum til að auka velferð og farsæld Íslands til framtíðar. Andvari styður við nýsköpun sem leggur áherslu á langtíma velferð þjóðarinnar.


Við erum að vinna með frábærum samstarfsaðilum
Andvari farsældarhraðall
Andvari mun leita uppi verkefni og samstarfsaðila sem við teljum að séu líkleg til að stórauka farsæld á lykilsviðum á Íslandi.
Andvari mun stuðla að
framúrskarandi menntakerfi
framúrskarandi heilbrigðiskerfi
framúrskarandi velferð í gegnum nýja tækni
upplyftingu gilda kærleika, auðmýktar, jákvæðni, samkenndar, þakklætis og vonar
Hvernig?
Greina og teikna upp með samstarfsaðilum sviðsmyndir og verkefni sem eru líkleg til að ná árangri í lykil áskorunum.
Velja verkefni sem eru líkleg til að ná mælanlegum árangri og setja ramma, mælingar og stuðning utan um þau svo þau blómstri.
Tengja saman kröftuga aðila til góðra verka hvort sem það eru stjórnvöld, stofnanir, sveitarfélög, frumkvöðlar, fyrirtæki eða einstaklingar og magna upp getu þeirra.

Andvari sameinar nýsköpun, farsæld og sjálfbæra framtíð Íslands.
Andvari er farsældarhraðall sem vinnur markvisst að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýsköpun og bættum lífsgæðum fyrir íslenskt samfélag. Félagið beitir sér fyrir verkefnum sem auka á farsæld á Íslandi.
Helstu áskoranir sem Andvari tekur á
Menntakerfið
- Greining, gögn og ráðgjafar Andvara meta það sem svo að íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir þrem lykiláskorunum: líðan, árangur og málþroski.
- Takist ekki að færa okkur af braut núverandi þróunar mun heil kynslóð barna upplifa æsku þar sem meirihluta líður illa reglulega, vantar undirstöðugetu tungumálsins og býr með alvarlega skerta getu til náms og þátttöku í samfélaginu.
- Andvari mun því setja stuðning í forgang í verkefni sem geta á mælanlegan hátt fært stöðuna til betri vegar.
Heilbrigðiskerfið
- Öldrun þjóðar, biðlistar og vaxandi andleg vanlíðan eru stórar áskoranir. Kortlagning er þó enn yfirstandandi á áskorunum heilbrigðiskerfisins og óskar Andvari eftir gögnum og upplýsingum um stöðuna og hvernig best sé að bregðast við.
Framtíðin
- Ný heimsmynd blasir við. Tækniframþróun mun gjörbylta framleiðni, störfum, þjónustustigi og lífsgæðum á næstu fimm árum. Þjóðir og fyrirtæki verða ofan á eða undir í þessum nýja veruleika og mun undirbúningur næstu ára skipta sköpun.
- Öldrun þjóðar, áskoranir lykil kerfa eins og mennta- og heilbrigðiskerfisins ásamt áskorun þess að ná ábata yfirstandandi tækniframþróunnar til Íslands þarf að leysa. Þetta eru áskoranir af stærðargráðu sem kalla á langtíma skipulagða sýn og jarðvegsvinnu sem leiðir til umbreytingarverkefna sem líkleg eru til árangurs.
- Á sjóndeildarhringnum er mikið stökk í afköstum og þjónustu stutt gervigreind, róbótavæðingu og mögulegum orkuframförum. Einungis handfylli þjóða eru líklegar til að njóta meirihluta ábatans fyrstu áratugina eins og hefur gerst í öllum fjórum iðnbyltingunum hingað til. Þetta stökk er ekki verið að undirbúa skipulagt nema að litlu leyti.
- Aðgerðir næstu fimm ára munu skipta sköpum til að leggja jarðvegsvinnu og stilla upp í sókn gagnvart þessum áskorunum og tækifærum.

Stofnendur á Andvari
Andri Sveinsson og
Dóra Björg Marinósdóttir
Ágúst Guðmundsson og
Þuríður Reynisdóttir
Birgir Örn Birgisson og
Líney Pálsdóttir
Guðmundur Kristjánsson og
Helga Ingunn Stefánsdóttir
Sigurður Gísli Pálmason og
Jón Felix Sigurðsson
Tryggvi Hjaltason og
Guðný Sigurmundsdóttir
Meðan til er böl er bætt þú gast
Og barist var á meðan hjá þú sast
Er ólán heimsins einnig þér að kenna.
— Tómas Guðmundsson
Tryggvi Hjaltason er framkvæmdarstjóri Andvara.
Tryggvi starfaði í nær áratug í hugverkageiranum við stefnumótun, vöruþróun, rannsóknir og greiningar ásamt því að stofna og leiða Hugverkaráð.
Tryggvi hefur gegnt margvíslegum stöðum í atvinnulífinu og stuðningsumhverfi nýsköpunar s.s. í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, Útflutningsráði, stjórn Samtaka Iðnaðarins, úthlutunarnefnd nýsköpunarsjóðsins Lóu, stjórnarformennsku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, framkvæmdarráði Samtaka Atvinnulífsins, stjórn nýsköpunarfyrirtækja og sem dómari og bakhjari í nýsköpunarkeppnum og hröðlum.
Tryggvi hefur flutt fyrirlestra og haldið námskeið víða um heim og unnið að umfangsmiklum greiningum og úttektum bæði fyrir atvinnulíf og stjórnvöld. Ásamt því hefur hann einnig komið víða við hjá hinu opinbera, þ.á.m. störf og verkefni fyrir átta stofnanir og fimm ráðuneyti.
Tryggvi er með Bsc gráðu í global security and intelligence studies frá Embry Riddle University í Bandaríkjunum, próf frá Lögregluskóla ríkisins, meistaragráðu í fjármálum ásamt því að hafa lokið þriggja ára liðsforingjaþjálfun hjá bandaríkjaher.
Tryggvi er giftur Guðnýju Sigurmundsdóttir og eiga þau fjögur börn saman.
